Fréttir

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs

    6.11.2017

Landvernd og Landgræðsla ríkisins tóku höndum saman í baráttunni gegn utanvegaakstri og hafa nú gefið út leiðbeiningarrit um hvernig skuli flokka skemmdir vegna utanvegaaksturs og bregðast við þeim. Ritið nýtist öllum þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að uppræta skemmdir eftir utanvegaakstur hvort sem um er að ræða landverði, þjóðgarðsverði eða almenning. Við vonum að ritið muni koma að góðum notum og biðlum til fólks að aka innan merktra slóða á ferðum sínum um landið. 

Höfundar: Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Landvernd_UTV_Netutgafa.pdf
Tögg
cosmic-timetraveler-39766-unsplash.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,