Fræðslu- og gönguferðir í Krýsuvík

Nokkur náttúruverndarsamtök bjóða til gönguferðar um Krýsuvíkursvæðið fimmtudaginn 9. maí. Ferðin er farin undir heitinu Verjum Krýsuvík!

Nokkur náttúruverndarsamtök bjóða til gönguferðar um Krýsuvíkursvæðið fimmtudaginn 9. maí. Ferðin er farin undir heitinu Verjum Krýsuvík!
Boðið verður upp á nokkrar léttar og fræðandi gönguferðir um svæðið. Geta þátttakendur valið þá göngu sem þeir vilja eða farið í allar göngurnar sem leiddar verða af staðkunnugum jarðfræðingum. Leitast verður við að svara spurningum um náttúru og sögu þess merkilega náttúru- og útivistarsvæðis sem Krýsuvík er. Af hverju er Grænavatn svona grænt? Af hverju eru hverasvæðin svona litrík? Hvað er svona merkilegt við jarðfræði Krýsuvíkur? Hvaða áhrif munu fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir hafa á svæðið?
Boðið verður upp á ókeypis sætaferðir með Kynnisferðum frá BSÍ kl. 10:15. Rútan mun einnig stoppa við N1 í Hafnarfirði kl. 10:30. Þeir sem ætla á einkabílum eru hvattir til að sameinast í bíla við N1 í Hafnarfirði kl. 10:30.

Dagskrá hefst í Seltúni kl. 11:00.

1. Hverasvæðið í Seltúni kl. 11:00
Gengið um litríkt hverasvæðið og fyrirbrigði þess skoðuð í fylgd jarðfræðinga.
Seltún hafnaði í orkunýtingarflokki í rammaáætlun.
2. Sveifluháls – Pínir kl. 11:30
Gengið verður upp að hvernum Píni ofan við Seltún. Örlítið ofar á hálsinum fæst
gott útsýni yfir fyrirhugað virkjanasvæði og næsta umhverfi.

3. Grænavatn – Austurengjahver kl. 12:15 – 13:30.
Frá hinu iðagræna Grænavatni og upp í Austurengjar er stutt en gefandi ganga. Austurengjahver var settur í biðflokk í rammaáætlun.
Að viðburðinum standa Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Náttúruvaktin, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Framtíðarlandið, Fuglavernd og fleiri náttúruverndarsamtök.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd