Fréttir

Fundur leiðbeinenda og stjórnenda

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Fundurinn okkar góði verður haldinn að Dalsá, þriðjudaginn næstkomandi, 7. september. Dalsá er yndislegur staður rétt utan við bæinn úti í guðsgrænni náttúrunni. Þar er gestgjafi Jóhanna B. Magnúsdóttir leiðbeinandi, sem er býr svo vel að geta boðið upp á varðeld og heitan pott. Þarna munum við sækja okkur bæði líkamlega og andlega næringu.

Á mánudagsmorgun þarf ég að hafa endanlega tölu vegna matarpöntunar. Kostnaður á mann er 2.500 kr.

Fundurinn byrjar á skrifstofu SORPU í Gufunesi kl. 16:30 þar sem Gyða Sigríður Björnsdóttir tekur á móti okkur og fræðir um sorp, endurvinnslu og endurnýtingu, sýnir okkur vídeó, gefur okkur útsýnistúr og svarar fyrirspurnum.
Í þetta reiknum við með 1 1/2 tíma svo koma að Dalsá verður líklega um 18:15.

Leiðarlýsing að Dalsá: Ekið inn Þingvallaveginn, upp hæðina, framhjá fyrsta afleggjara til hægri (sem er Hlaðgerðarkot), en síðan inn annan afleggjara. Dalsá er fyrsta hús á þeim afleggjara, timburhús á hægri hönd.

Nú er það svo að sumir koma utan af landi með flugi, sumir eiga ekki bíl og aðrir er einir í bíl svo ég sting upp á því að til að menga sem minnst og nýta sem best sendið þið mér upplýsingar um stöðuna hjá ykkur hvað þetta varðar. Ég gæti þá hjálpað til að útvega þeim far sem vantar.Dagskrá:

16:30 mæting á skrifstofu SORPU í Gufunesi, fræðsla í höndum Gyðu Sigríðar.
18:00 keyrt að Dalsá

Kynning viðstaddra

Fundargestir fræddir um stöðu og framtíðarsýn verkefnisins, Bryndís Þórisdóttir.

Matur

Hugleiðing um hugmyndafræði verkefnisins og hlutverk leiðbeinandans, Sigurborg Kr. Hannesdóttir.

Fundur að hætti Synergy aðferðarinnar (sem sum ykkar þekkja) undir stjórn Sigurborgar. Á þessum fundi geta fundargestir borið fram fyrirspurnir annaðhvort til ákveðins aðila eða allra viðstaddra, komið með athugasemdir og innlegg og óskað eftir umræðum um það sem þeim liggur á hjarta. Því vil ég biðja alla um að leggja höfuð strax í bleyti og punkta hjá sér til að þeir fái það út úr fundinum sem þeir vilja.

Heitur pottur og skemmtan

Taka með: Sundföt og handklæði, drykkjarföng ef þið viljið drekka annað eða meira en kaffi og te. Leiðbeinendahandbókina.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.