Fréttir

Gamalt og gott fyrir lítið - Góði hirðirinn

Landvernd    24.9.2012
Landvernd
Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU og liknarfélaga. Markmið Góða hirðisins er að endurnýta nytjahluti til áframhaldandi lífs. Góði hirðirinn er rekinn af Sorpu. Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála, úthlutun fer fram einu sinni til tvisvar á ári. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn þar sem fólk getur gefið hluti sem það er hætt að nota en eru enn vel nothæfir. Tekið er á móti hlutum sem eru með óskert notagildi og tilheyra heimilishaldi. Ekki við hlutum beint í Góða hirðinn í Fellsmúla nema í sérstökum tilfellum og þá að höfðu samráði fyrst við verslunarstjóra. Ekki er tekið við fötum og skóm í Góða hirðinn en bent er á fatagáma á endurvinnslustöðvum. Allar endurvinnslustöðvar Sorpu eru staðsettar hér á Endurvinnslukorti Náttúrunnar. Í Góða hirðinum fást m.a. smávörur, bækur, plötur, DVD diskar, barnavörur, raftæki ýmis konar, stólar, sófar, borð, skápar, hillur, hurðir, hjól, skíði, skautar, barnavagnar og kerrur ásamt hinum ýmsu furðumunum sem gefnir eru til markaðirins á hverjum virkum degi. Góði hirðirinn er staðsettur að Fellsmúla 28 og er opinn frá kl. 12:00 - 18:00 alla virka daga. Sjá Góða hirðinn hér á Grænum síðum. Sjá alla nytjamarkaði hér á Græna kortinu. Sjá nánar á vef SORPU.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Stjornarskra.jpg
Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
Stjórn Landverndar telur að byggja eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd og auðlindir á tillögum stjórnlagaráðs.