Hreinsum Ísland Góð þátttaka í alheimshreinsun 17.9.2018 17.9.2018 Landvernd, Blái herinn og Plastlaus september sáu um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi þann 15.september sl. þar sem sjálboðaliðar í 150 löndum sameinuðust í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let´s Do It! World. Fjöldi vinnustaða, vinahópa og einstaklinga tóku þátt og reiknast okkur til að yfir 200 manns hafi hreinsað víðsvegar um landið! Allar hreinsanirnar voru skráðar á Íslandskortið á forsíðu Hreinsum Ísland Landvernd hafði samband við öll sveitarfélög landsins og hvatti þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Reykjavíkurborg, Akureyrarbær og Ísafjarðarbær aðstoðuðu hreinsunarhópa og settu upp tímabundnar stöðvar í átakinu, sjá nánari staðsetningar á Íslandskortinu okkar. Facebook hópur átaksins heitir World Cleanup Day Iceland. Nánari upplýsingar um alheimshreinsunina á heimsvísu má nálgast á heimasíðu alheimshreinsunardagsins World Cleanup Day Við þökkum fyrir samveruna og aðstoðina og hlökkum til að hreinsa með ykkur á næsta ári! Hreinsanir sem fram fóru þann 15. september: Skerjafjörður, frá Nauthólsvík og út Ægissíðuna. Söngskólinn í Reykjavík hreinsaði nýja nágrenni sitt. Reykjavíkurborg aðstoðaði íbúa og tók sérstaklega á móti rusli þann 15. september. Móttökusvæði sjást á Íslandskortinu okkar. Íbúar í Hafnarfirði hreinsuðu og fegruðu umhverfi og náttúru Hafnarfjarðar, ýmsir staðir. Íbúar í Ölfusi hreinsuðu í nágrenni Þorlákshafnar. Rannsóknastöðin Rif hreinsaði við Raufarhöfn. Akureyrarbær hreinsaði strandlengju bæjarins. Umhverfissamtök Austur Skaftafellssýslu töltu með tilgang í Hornafirði. Ísafjarðarbær skipulagði hreinsun og tók sérstaklega á móti rusli þann 15. september. Móttökusvæði sjást á Íslandskortinu okkar. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hreinsaði undir Vogastapa. Anonymous for the voiceless hreinsuðu Gróttu Island Lighthouse Vista sem PDF