Fréttir

Grænfánaljóð í Gnúpverjaskóla

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Brautarholts- og Gnúpverjaskóli
Ljóð flutt við afhending Grænfánans 18. maí 2004.

Jörðin
Það er okkar val
hvað gera skal
með jörðina okkar
sem okkur lokkar
til að yrkja kvæði
í góðu næði

Jóhanna Höeg Sigurðardóttir og afi Steinþór Gestsson


Sköpunarverk
Sól, tungl og jörð.
Haf, fjöll og gróður.
Gættu þess að skemma ekki
á þessum fallega stað.

Jóhanna, 7. bekk.

Grænfáninn
Í dag er góður dagur,
afhentur fáni fagur.
Ráðherra vonandi glaður,
en þetta er sko ekkert blaður.

Heiðrún Kristmundsdóttir 6. bekk.

Væntumþykja til umhverfisins
Bara eitt um umhverfið,
ekkert kemur í þess stað.
Þess vegna er þörf á því
að hugsa vel um það.

Á að dreifa draslinu?
NEI, nei það er af og frá.
Landið á að vera hreint
allt frá toppi niður í tá.

Bíllinn getur öllu eytt
sem hann yfir fer.
Sumir keyra utan vegar
og kremja gómsæt ber.

Véladót og verksmiðjur
menga vort andrúmsloft.
Vorgróður veikist og dofnar
verst er það gerist oft.

En umhverfið skal ekki eyðast
því er það markmið okkar
á víðavangi skuli ei sjást
rusl né óhreinir sokkar.

Guðmundur Stefánsson 6. bekk.
Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_img_9744.jpg
Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru