Fréttir

Hafnarfirðingar láta ekki deigan síga

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Hafnarfjarðarbær hefur verið með frá upphafi í verkefninu Vistvernd í verki og eins og venjulega er þar líf og fjör. Nýlega fóru af stað tveir hópar; Hulduherinn (hópur nr.11) og Hringrásin (nr. 12). Báðir hóparnir hafa á að skipa einstöku fólki, þó er Hulduherinn frábrugðin að því leyti að þar koma saman stjórnmálamenn hafnfirskir í skipulags- og byggingarráði bæjarins og mynda hóp með fjölskyldum sínum. Þeir eru Gunnar Svavarsson formaður, Gísli Ó. Valdimarsson, varaform., Friðrik Á. Ólafsson, Júlíus Finnsson og Magnús Sigurðsson. Margrét Sigurðardóttir hefur að auki lokið visthópi. Við óskum öllu þessu fyrirmyndarfólki góðs gengis og vonum að þau verði öðrum hvatning, bæði hér í bæ og á landsvísu.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.