Haustmánuður genginn í garð

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Haustmánuður byrjast næst jafndægrum en sólin gengur um þann tíma í vigtarmerki.

Guðrún Tryggvadóttir skrifar frá Alviðru

20. september – 20. október. Haustmánuður byrjast næst jafndægrum en sólin gengur um þann tíma í vigtarmerki. Líka var þessi mánuður kallaður garðlagsmánuður því þessi þótti hentugur tími að bæta túngarða, engigarða, haga- eða skjólgarða og grannagarða … Nú er tími að velta landi því, sem sáð skal í einhverju fræi að vori. Vatnsveitingaskurði á nú að stinga svo ekkert vatn geti staðið yfir landi á vetrum heldur að það súra vatn fái gott afrennsli. Jarðarávexti, sem menn vilja geyma niðurgrafna úti eða inni, skal nú upp taka og láta nokkuð þorrna, grafa þá síðan niður hvar frost má ei að þeim koma. Um þessa tíma fellir melur fræ, má nú safna því áður og sá strax í sendið land og breiða mold yfir, kemur upp næsta vor. Hvannafræi og kúmeni má nú líka sá þar sem menn vilja þær jurtir vaxi síðan.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd