Hellarannsóknafélag Íslands styður hugmyndir um eldfjallagarð

Eldvörp eru einstök á heimsmælikvarða en eru í stórhættu vegna stóriðju! verndum náttúruna gegn stóriðju, landvernd.is
Ellert Grétarsson Mynd Ellert Grétarsson Náttúruperlan Eldvörp á Reykjanesi er algjörlega einstök. Eldvörp eru í hættu.
Hellarannsóknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við útspil Landverndar um að Reykjanesskagi skuli gerður að eldfjallagarði og fólkvangi. Félagið telur sérstaklega ánægjulegt að vernda eigi stór hraun, hraunmyndanir og gíga sem eru einstakir á heimsvísu.

Hellarannsóknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við útspil Landverndar um að Reykjanesskagi skuli gerður að eldfjallagarði og fólkvangi. Félagið telur sérstaklega ánægjulegt að vernda eigi stór hraun, hraunmyndanir og gíga sem eru einstakir á heimsvísu.

Í ályktun sjórnar Hellarannsóknarfélagsins segir m.a:

Hellarannsóknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við þetta verkefni og sérstaklega ánægjulegt að vernda eigi stór hraun, hraunmyndanir og gíga sem eru einstakir á heimsvísu.

Brennsteinsfjöllin og næsta nágrenni við þau eru stærsta ósnortna landsvæðið á Reykjanesskaganum og hefur að geyma ótal marga hella sem hafa verið lítt rannsakaðir. Gígarnir og hraunin eru ótal mörg og hvert og eitt einstakt út af fyrir sig og mikil þörf á að vernda þetta svæði í heild sinni.

Vefsíða Hellarannsóknarfélags Íslands

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd