Fréttir

Hjólum til framtíðar 2012

Landvernd    17.9.2012
Landvernd
Að hjóla á köldum svæðum er leikur einnFramundan er hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012 – rannsóknir og reynsla í Iðnó 21. september kl. 9 - 16.Í ár er áherslan á það sem efst er á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar. Þar kemur fram að öflugasti hópur hjólreiðamanna borgarinnar Oulu er á aldrinum 15 – 25 árs og um 30% þeirra hjóla árið um kring allra sinna ferða í allt að 30 stiga frosti. Til samanburðar hefur þessi hópur hjólandi verið nánast ósýnilegur á Íslandi.Til landsins koma virtir vísindamenn með fyrirlestra frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig verða innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið verður yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor HR munu ávarpa ráðstefnuna. Þorsteinn Hermannsson samgönguverkfræðingur verður fundarstjóri dagsins.Þetta er önnur ráðstefna Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna sem haldin er í Evrópsku samgönguvikunni. Á síðasta ári héldum við Hjólum til framtíðar og nú er það Hjólum til framtíðar 2012- rannsóknir og reynsla. Á næsta ári, 20. sept. 2013, verður það Hjólum til framtíðar 2013; réttur barna til hjólreiða.Hjólum til framtíðar 2012 – rannsóknir og reynsla, er samvinnu verkefni fjölmargra aðila. Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna skipuleggja ráðstefnuna í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Ferðamálastofu og fleiri góða aðila.Skráning á ráðstefnuna er hér: Hjólum til framtíðar 2012; skráning Skráningu lýkur á miðnætti 19. sept. Aðgangur að ráðstefnunni er 4.500 kr. og 2.000 kr. fyrir námsmenn og hjólandi almenningi.  Erindin hennar verða aðgengileg á vef Landssamtaka hjólreiðamanna www.lhm.is eftir ráðstefnuna.Sent út á netinuÞeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á netinu þannig að hún á að vera aðgengileg áhugasömum um víða veröld. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan.1.Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java-forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp.Þetta getur tekið nokkrar mínútur.2.Tengjast fundinum:Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en ráðstefnan hefst:https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=257111354&sipw=nv64Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.Allar nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi í s. 864 2776hjolafaerni@hjolafaerni.isNánari upplýsingar og dragskrá má einnig skoða á vef Landssamtaka hjólreiðamanna: http://lhm.is/hjolad-til-framtidar-2012 Dagskrá

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Stjornarskra.jpg
Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
Stjórn Landverndar telur að byggja eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd og auðlindir á tillögum stjórnlagaráðs.