Fréttir

Hvað eru umhverfisviðmið?

Landvernd    14.9.2012
Landvernd
Umhverfisviðmið eða markmið eru í eðli sínu ekkert frábrugðin fjárhagslegum markmiðum. Hlutverk beggja er að mæla árangur af starfssemi fyrirtækisins á mismunandi sviðum, þó svo að auðveldlega sé hægt að fullyrða að fjárhags- og umhverfismarkmið séu hvert öðru háð. Það er þó einn grundvallarmunur á fjárhaglegum og umhverfislegum markmiðum. Hin fjárhagslegu hafa þróast í fjölda áratuga eða árhundruði meðan umhverfislegu markmiðin eru tiltölulega ný af nálinni og fyrirtæki byrjuðu ekki að setja umhverfisviðmið í einhverjum mæli fyrr en eftir 1996 þegar ISO 14001 staðallinn var fyrst samþykkur. Þessi grundvallarmunur á umhverfis- og fjárhagslegum markmiðum hefur hins vegar mikla praktíska þýðingu. Bókhaldsforrit fyrirtækja miða að því að fylgjast á auðveldan máta með fjárhagslegum lykiltölum. Kerfin eru byggð með það í huga að geta á auðveldan og fljótlegan hátt fengið út öll helstu fjárhagsleg viðmið sem hægt er þar sem upplýsingar skipta öllu í hörðum heimi samkeppninnar. Umhverfisupplýsingar eru ekki innbyggðar í upplýsingakerfi fyrirtækja eins og fjárhagslegar upplýsingar. Að skilgreina umhverfismarkmið er í sjálfu sér ekki erfitt. Hið flókna er að skilgreina hvar og hvernig auðveldast er að safna saman upplýsingum úr upplýsingakerfinu. Þar sem umhverfisupplýsingar eru oft af skornum skammti hefur fólk því tilhneigingu til að mæla það sem hægt er að mæla í stað þess að mæla það sem er mikilvægt. Grunnur að öllum viðmiðum er að þekkja núverandi stöðu (grunnstöðuna) áður en viðmiðin eru sett. Án þess að þekkja grunnstöðuna er afskaplega erfitt að vita hvort markmiðum hafi verið náð. Að vita ekki grunnstöðuna er líklega algengustu mistök sem fyrirtæki gera við markmiðasetningu. Markmiðin verða því oft ekkert annað en fallegur ásetningur án þess að hægt sé að segja til um hvort þeim hafi verið náð eða ekki. Grundvallaratriðið í allri markmiðasetningu er því að skilgreina grunnstöðu áður en markmið eru sett. Sjá „Einkenni góðra umhverfisviðmiða“.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_img_9744.jpg
Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru