Fréttir

Hvernig tekur maður slátur? - Uppskriftasöfnun

Landvernd    26.9.2012
Landvernd
Nú er sauðfjárslátrun komin í fullan gang á landinu öllu og líklegt að margir hafi hug á að fá sér skrokk og hyggi jafnvel á að taka slátur á næstunni. En ekki eru allir aldir upp við iðju þá og því mikilvægt að þeir fróðari leggi til góð ráð og leiðbeiningar um hvernig fara beri að. Náttúran.is er á höttunum eftir uppskriftum og góðráðum sem nýtast geta við sláturtökuna og við tilreiðslu, vinnslu og geymslu á keti og innmat. Þið sem lumið á góðum og skemmtilegum uppskriftum, endilega laumið henni í uppskriftasöfnunina hér á vefnum. Myndir mega einnig fylgja og sendast þá sem viðhengi á nature@nature.is Við komum uppskriftinni þinni síðan til skila hér á vefnum. Myndin er af sláturgerð, blóðmörskeppir fylltir. Ljósmynd: Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_img_9744.jpg
Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru