Fréttir

Jóhanna Höskuldsdóttir

Jóhanna Höskuldsdóttir er sérfræðingur við Skóla á grænni grein.


Jóhanna er grunnskólakennari að mennt, hún lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1994. Hún hefur unnið á leikskóla í tvö ár og kennt í grunnskóla í Grafarvogi í 21 ár, lengst af sem umsjónarkennari á yngsta og miðstigi en síðustu 5 ár sem heimilisfræðikennari og er í stjórn heimilisfræðikennara.

Jóhanna hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og útinámi fyrir börn og ungmenni. Jóhanna var í grænfánanefnd Náttúruskóla Reykjavíkur 2010-2011 þegar sá skóli vann að og sótti um Grænfánann í fyrsta skipti. Hún hefur sótt útieldunar- og útikennslunámskeið í Gufunesi og á Úlfljótsvatni. Einnig er hún í tveimur áföngum í fjarnámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í útikennslu og staðtengdu námi (Place based education).

Jóhanna er ráðin tímabundið í afleysingu fyrir Margréti Hugadóttur.
 

johanna (hjá) landvernd.is

Tögg
IMG_8361.JPG 
Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,