Fréttir

Kartöflubollur soðnar í vatni

Landvernd    26.9.2012
Landvernd
Soðnar kartöflubollur eru kallaðar kartoffelkloesse á þýsku, dumplings á ensku, gnocchi á ítölsku. Hér er grunnuppskrift að þessum rétti en tilbrigðin eru töluvert mismunandi frá einu landi til annars, bæði varðandi innihald og suðuaðferð, og hver fjölskylda hefur sínar hefðir. Takið 3–4 stórar, mjölmiklar kartöflur og sjóðið. Músið kartöflurnar og hrærið í einu eggi, 1⁄2 bolla af hveiti eða spelti, svolitlu af múskati, salti og 3 msk af bráðnu smjöri eða góðri olíu. Gerið úr þessu fallegar, ekki of stórar, bollur og veltið upp úr hveiti. Setjið í stóran pott af sjóðandi vatni og bíðið uns bollurnar rísa upp á yfirborðið. Það tekur um 10 mínútur. Sjóðið ekki svo margar í einu að þær klessist saman. Ef þær leysast í sundur hefur ekki verið hnoðað í þær nægilega miklu hveiti. Berið fram með smjöri eða sósum. Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“  eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum. Ljósmynd: Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_img_9744.jpg
Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru