Ölkelduháls og Hverahlíð eru einstakt útivistarsvæði, landvernd.is

Landvernd leggst gegn ágengri orkuvinnslu við Bitru og Ölkelduháls

Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss en þar er gert ráð fyrir að opnu svæði á Bitru og Ölkelduhálsi verði breytt í orkuvinnslusvæði fyrir jarðgufuvirkjun og gerð tillaga um rannsóknarboranir við Gráuhnúka.

Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss en þar er gert ráð fyrir að opnu svæði á Bitru og Ölkelduhálsi verði breytt í orkuvinnslusvæði fyrir jarðgufuvirkjun og gerð tillaga um rannsóknarboranir við Gráuhnúka.
Helstu rök Landverndar eru þau að mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna leggur árlega leið sína um eldfjallasvæðið frá Þingvöllum að Reykjanestá sem einkennist af náttúrufegurð og jarðfræðilegum fjölbreytileika. Landvernd telur mikilvægt að nýting jarðhita yfirskyggi ekki þessa hagsmuni heldur sé jafnvægis gætt í ákvörðunum sem teknar eru um landnotkun.

Í umsögninni leggur Landvernd áherslu á varfærna og sjálfbæra nýtingu jarðhitasvæðisins en skv. áætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir mun meiri orkuvinnslu en Orkustofnun lagði til í mati á umhverfisáhrifum árið 2007, þ.e. tillögur um nýtingu eru langt umfram það sem talist getur sjálfbært. Í stað 475 MW til 100 ára er gert ráð fyrir 700 MW orkugetu. Í þessu sambandi er þess einnig getið að ágeng nýting jarðvarma stangast á við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Í athugasemdum Landverndar kemur fram að samtökin efast um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss til þess að fjalla um málið þar sem hún hafi skuldbundið sig til að skipuleggja svæðið „til samræmis við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru„ en slíka samþykkt má túlka þannig að sveitarstjórnin hafi í trjássi við lög framselt skipulagsvaldið til framkvæmdaaðila sem er Orkuveita Reykjavíkur, – sbr. nýlegan úrskurð samgönguráðherra um samning sveitarfélags Flóahrepps og Landsvirkjunar.

Að lokum undirstrikar Landvernd mikilvægi þess að tekið sé tillit til vilja íbúa í tengslum við nýtingu svæðisins en mikill fjöldi fólks hefur formlega lýst yfir óánægju með neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna á lífsgæði íbúa.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.