Lítill stuðningur við mannvirkjagerð á hálendinu

Rúmur þriðjungur almennings er andvígur fyrirhugaðriháspennulínu Landsnets yfir hálendið um Sprengisand, en nokkru færri, eða 28,6%,eru henni fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrirLandvernd.

Rúmur þriðjungur almennings er andvígur fyrirhugaðriháspennulínu Landsnets yfir hálendið um Sprengisand, en nokkru færri, eða 28,6%,eru henni fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrirLandvernd.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir tæpu ári síðanreyndust 56% hlynnt því að þjóðgarður yrði stofnaður á miðhálendinu en 17,8%voru því andvíg. Lítill stuðningur er því meðal almennings við virkjanaáform ogbyggingu háspennulína á hálendinu.

Skipulagsstofnun hefur nýverið auglýst tillögu aðlandsskipulagsstefnu 2013-2024. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir tveimurmannvirkjabeltum þvert yfir hálendið þar sem gert er ráð fyrir meiriháttarframkvæmdum. Annað belti er fyrirhugað um Kjöl en hitt um Sprengisandsleið.Landsnet hefur lýst áformum sínum um að reisa háspennulínu fyrir stóriðju áSprengisandsleið með tilheyrandi vegagerð og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkurundirbúa virkjanir á þessum svæðum.

Almenningi gefst nú tækifæri til að senda Skipulagsstofnunathugasemdir við tillögu að landsskipulagsstefnu. Þær þurfa að berast eigisíðar en 20. nóvember á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is.

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024 á heimasíðu Skipulagsstofnunar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd