Málþing um ÍslandsGátt – 2006 – sjálfbær ferðaþjónusta.

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Haldið föstudagurinn 9. júní, kl. 14:00 í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.Markmið málþingsins var að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem ÍslandsGátt getur boðið upp á.

Ferðaþjónustan býr yfir stórkostlegu afli til að leggja gott til
Málþing um ÍslandsGátt sem skref í átt að sjálfbærri ferðaþjónustu
________________________________________
Haldið föstudagurinn 9. júní, kl. 14:00 í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1
Markmið málþingsins var að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem ÍslandsGátt getur boðið upp á. ________________________________________
1.
Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar setti málþingið og gat þess m.a. að yfirskrift málþingsins væri sótti í nýlegar leiðbeiningar Umhverfisstofnunar Sameinuðuþjóðanna um ferðaþjónustu og sjálfbæra þróun.

2.
Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir gaf gott yfirlit yfir grósku ferðaþjónustunnar og fyrirsjáanlega vöxt á næstu árum sem byggði á sérstöðu Íslands hvað snertir náttúru og menningu. Hún skýrði frá hvernig stjórnvöld hefðu brugðist við á undanförnum árum til að koma í veg fyrir að umferð ferðafólks um landið ylli spjöllum á náttúru landsins. Landvarsla hefur verið aukin til muna, gert hefur verið átak í að leggja göngustíga og fræðsla til ferðamanna hefur verið aukin m.a. með útgáfu bæklinga um almannarétt og akstur utan vega. Hún sagði að í uppfærðri áætlun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun sé lögð rík áhersla á sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu og að útivist verði stunduð í sátt við náttúruna. Meðal annars er lagt til að unnin verði aðgerðaáætlun byggð á niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið um þolmörk á ferðamannastöðum. Einnig að gert verði átak í að leggja og merkja göngustíga í þjóðgörðum og á ákveðnum friðlýstum svæðum. Þá er stefnt að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við tillögur sem fyrir liggja. Í stefnunni er einnig lögð rík áhersla á gildi menntunar bæði innan og utan skólakerfisins.

3.
Dr. John Hull sagði frá nýjum straumum og stefnum í ferðaþjónsutu og lýsti með dæmum frá Kanada hvernig uppbygging þar hefur tekið mið af þeim:
Tourism destinations in the North Atlantic are welcoming an increasing number of visitors who are interested in experiencing nature and soft adventure activities that are sustainable. In Newfoundland and Labrador, Gros Morne National Park of Canada is responding to the growth in green tourism by building partnerships with local industry and conservation organizations to develop a gateway visitor’s centre in the region to encourage tourists to stay longer and visit more attractions in the region. Through the use of technology, school programs, park interpretation, and the Gros Morne Institute for Sustainable Tourism, the region is offering authentic and educational programs that provide hands-on experience that are improving the quality and efficiency of customer service in the area. – Future regional partnerships in the North Atlantic offer an opportunity to leverage increased funding and best practice examples to assist destinations such as Iceland in implementing similar types of programs at their proposed gateway visitor centre.
Bauð dr. Hull að endingu upp á að hafið yrði samstarf um svokallað „best practice transfer“ sem gæti orðið til verulegrar einföldunar og hröðunar á því ferli sem hér er skoðað.

4.
Jón Jóel Einarsson, verkefnisstjóri kynnti hugmyndina um ÍslandsGátt.
Verkefnið var fyrst mótað hjá Landvernd hausti 2004 og byggir á þeirri staðreynd að ferðaþjónustan vex hratt og að áhugi ferðamanna fyrir íslenskri náttúru er mjög mikill. Verkefninu er ætlað að laða fram hugmyndir hagsmunaaðila í ferðaþjónustu um hvernig umhverfismennt getur nýst annars vegar til að vernda umhverfið og auka upplifun ferðamanna af náttúrunni og hins vegar hvernig skýr farvegur fyrir samstarf, hinna fjölmörgu sem tengjast umhverfismennt í landinu, getur skapað kærkomið viðskiptatækifæri. Með styrk frá samgöngu- og umhverfisráðuneyti var fyrri lota (hugmyndalota) verkefnisins sett í gang, gengið úr skugga um undirtektir hagsmunaaðila og hugmyndir þeirra kannaðar um uppbyggingu. Var það gert með fundum, skoðanakönnun og viðtölum sem gert er grein fyrir í fundargerðum o.fl. sem er aðgengilegt á vef Landverndar. Grunntónn samráðsins tók mikið mið af Ferðamálaáætlun samgönguráðuneytisins til 2015 og Leiðbeiningarriti UNEP og WTO frá 2005; Making Tourism More Sustainable. Niðurstaða samráðsins er tekin saman í skýrslu og er henni ætlaðað vera efniviður í síðari lotu verkefnisins sem er að: Leiða í ljós viðskiptatækifæri sem geta búið í sameiginlegri móttöku (ÍslandsGátt) þar sem íslensk náttúra er í öndvegi.

5.
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga, fjallaði um fræðslutúrisma og akademíska ferðaþjónustu, en Þekkingarsetrið hefur unnið að þróunarverkefni um þetta undanfarið. Fram kom að möguleikar væru miklir á þessu sviði sem þyrfti að nýta betur. Helstu leiðir til þess fælust í því að nýta sérstöðu í náttúru, mannauð og innviðum ferðaþjónustu á hverju svæði. Lykilatriði til að reka fræðslu- og/eða akademíska ferðaþjónustu væri að byggja á framlagi heimamanna og stofnana/setra á hverju svæði landsins. ÍslandsGátt gæti fallið vel að þessum hugmyndum og skapað skýra farvegi og tengsl þeirra aðila sem koma að þessum málum.

6.
Gátt að náttúru Íslands og norðurhjara – Hlutverk náttúruminjasafns og náttúrustofa
Álfheiður Ingadóttir, upplýsingafulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands, fór yfir þá ferla sem valda sérstöðu íslenskrar náttúru og lagði áherslu á að náttúrusýningar þyrftu að koma því samhengi til skila. Hún rakti hörmungasögu Náttúrugripasafnsins og taldi að vel gæti farið saman nýtt sýningarrými þess og hugsanleg fræðsla fyrir ferðamenn. Hún dró í efa að ÍslGátt ætti að verða gluggi eða útstöð Norðurhjarans/-skautsins þar sem á Íslandi væri hvorki arktískt lífríki né arktískt samfélag. Því gætum við illa keppt við t.d. Alaska, Kanada og nyrsta hluta Skandinavíu í þeim efnum.

7
Í fyrstu viðbrögðum Hafliða Helgasonar, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins við því hversu fýsilegur fjárfestingarkostur ÍslandsGátt væri, kom fram að undanfarið hafi verið lítill áhugi meðal fjárfesta fyrir nýsköpun. Áhugi innanlands á slíkum verkefnum gæti glæðst þegar vextir fara að lækka á ný. Hann sagði Ísl.Gát athyglisverða hugmynd enda fær hugmyndin um sjálfbærni stöðugt meira rými í hvers konar rekstri. Þeir sem helst myndu sýna áhuga á að fjárfesta í ÍslandsGátt gætu verið eftirfarandi:
o Seljendur vara fyrir ferðamenn sem vildu tengja ímynd sína við sjálfbærni, umhverfisvernd og náttúru.
o Þeir sem myndu líta á framtakið sem gæluverkefni. Vegna þess t.d. að þeir hafi persónulega áhuga fyrir umhverfismálum.
o Þróunarfélög eins og Þyrping. Þeir myndu gera kröfu um að eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu.
o Þeir sem hafi áhuga fyrir afþreyingu og skemmtun. Líkt og Dagsbrún og Sigurjón Sighvatsson
o Minnisvarðafjárfestar. Það vill enginn hafa grafskriftina: Hann var ofboðslega ríkur!! Flestir vilja láta gott af sér leiða enda viljum við að lífið hafi tilgang umfram auðsöfnun.
o Hugsanlegt er að blanda saman fjárfestum með mismunandi sjónarhorn.
ÍslandsGátt hefur ýmsa kosti frá sjónarhóli fjárfesta. Hér er spennandi nýjung á ferð með margvíslega snertifleti. Verkefnið er göfgandi og fræðandi og til álitsauka fallið. Fyrst og síðast skiptir verulegu máli að átta sig að því að þeir sem festa fé í verkefnum gera kröfu um að það skili ávöxtun.

8.
Í pallborði, undir stjórn Þorvarðar Árnasonar, náttúrufr., fögnuðu allir hugmyndinni um ÍslandsGátt. Að auki kom fram:
Elías B. Gíslason, Ferðamálastofu benti á að ÍslGátt myndi nýtast heimamarkaðinum ekki síður vel en þeim erlenda. Það þyrfti líka að tryggja aðkomu sjávarútvegsins að verkefninu. Hann sagði hugmyndina um ÍslansGátt falla vel að Ferðamálaáætlun samgönguráðuneytisins og því sé eðlilegt að hið opinbera verði drjúgur þátttakandi í framkvæmdinni.
Anna Sverrisdóttir, SAF sagðist viss um að fræðsla, af því tagi sem hér væri talað um, myndi skila þjóðinni góðum arði. Hún bað menn þó að stilla væntingum sínum í hóf um tekjur af aðgangseyri að ÍslGátt.
Dóra Magnúsdóttir, Höfuðborgarstofu vakti athygli á því að fjölbreytni erlendra ferðamanna vex eða er meiri en okkur grunar. Íslensk náttúra er viðkvæm og það þarf að útskýra fyrir ferðamönnum og gera það áhugavert í stærra samhengi. Hún taldi traust tengsl ÍslandsGáttar við skólakerfið vera eftirsóknarverða, ekki síst til að færða verðandi starfsmenn í ferðaþjónustu.
Einar Gunnlaugsson Orkuveitu R. lýsti ánægju sinni með hvað OR er að fást við margt af því í dag sem lagt er til að verði hluti af ÍslGátt. Hann sagði það fyrst og fremst pólitíska spurningu hvort og hvernig Perlan yrði nýtt undir ÍslGát.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir HÍ sagði að við ættum að gera meira út á það sem er einstakt í ísl. náttúru, t.d. samspil elds og íss, vatns og vinda. Landslag er hér mjög sérstakt. Landið er “tilraunastofa” (laboratorium) náttúrunnar. Hún sagði að við gætum sótt fyrirmyndir til þjóðgarða vestanhafs þar sem mikið er lagt upp úr þjónustu við fjölskyldur.

9.
Lokaorð – Tillaga að næstu skrefum
Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur hjá SAF
Auk þess að draga saman það sem komið hafði fram hjá ræðumönnum þá benti hann á eftirfarandi skref sem æskilegt væri að stíga.
1. Leita ætti leiða til að koma á vinnu við þekkingaryfirfærslu frá Kanada – leita eftir styrkjum frá stjórnvöldum þar við verkið. Einnig ætti að leggja frekari vinnu í að þróa viðskiptaáætlun verkefnisins.
2. Efla beri fræðsluferðamennsku. Hægt sé að hugsa sér markaðsstjóra á vegum háskólanna sem hefði það verkefni að búa til námskeið og setja upp verkefni sem gætu nýtt aðstöðu ferðaþjónustunnar á jaðartímum eða á veturna.
3. Vinna að gerð sameiginlegs náttúrugripasafns og náttúruskóla sem gæti orðið á einhvern hátt hin staðbundna hlið verkefnisins.

10.
Málþingi slitið Kl. 17:30

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd