Fréttir

Misskilningur í máli Iðnaðarráðherra

Auður  Önnu Magnúsdóttir    27.6.2018
Auður Önnu Magnúsdóttir
fifl.is    

Mikilvægt er að leiðrétta misskilning sem kemur fram í máli iðnaðarráðherra í frétt RÚV í gær um leikreglur í virkjanamálum á Íslandi í tengslum við tillögu Náttúrufræðistofnunar Ísland um friðlýsingu svæða við Drangajökul, en með friðlýsingu væri fyrirhuguð Hvalárvirkjun mögulega úr sögunni.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðnðarráðherra virðist telja að þau mögulegu virkjunarsvæði sem hafa verið settir í nýtingaflokk rammaáætlunar hafi þar með hlotið blessun sem virkjanakostir. 

Hið rétta er að með því að setja tiltekið landsvæði í nýtingarflokk rammaáætlunar er heimilt að rannsaka og skoða virkjanakosti á því svæði áfram til nýtingar og þar með setja þá í mat á umhverfisáhrifum. Hvalárvirkjun fór í slíkt mat og álit Skipulagsstofnunar var virkjuninni mjög óhagfellt. Rammaáætlun er í raun grófflokkun á kostum þar sem nánara mat á eftir að fara fram. 

Mynd:fifl.is

 

Tögg
foss_strandir.PNG 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,