Fréttir

Námskeið um endurheimt vistkerfa - Vistheimt

Rannveig Magnúsdóttir    27.8.2013
Rannveig Magnúsdóttir

Sagnagarður, fræðslusetur Landgræðslunnar iðaði af lífi miðvikudaginn 21. ágúst síðastliðinn þegar um 25 grunnskólakennarar frá Þjórsárskóla, Hvolsskóla og Grunnskólanum Hellu sátu námskeið um vistheimt. Námskeiðið var haldið af Landvernd og Landgræðslunni og er fyrsti hluti skólaverkefnis um endurheimt vistkerfa/vistheimt sem Landvernd er að vinna að í samstarfi við Landgræðsluna og skólana þrjá. Verkefninu, sem stýrt er af Rannveigu Magnúsdóttur hjá Landvernd, er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu á meðal grunnskólabarna á mikilvægi vistheimtar raskaðra vistkerfa, ekki bara til endurheimtar gróðurs- og jarðvegsgæða heldur einnig til viðhalds loft- og vatnsgæða sem og lífbreytileika svo eitthvað sé nefnt. Efni námskeiðsins var mjög fjölbreytt, Jóhann Þórsson frá Landgræðslunni hélt fyrirlestur um gróður- og jarðvegseyðingu, Snorri Baldursson frá Vatnajökulsþjóðgarði ræddi lífbreytileika, Guðmundir Ingi Guðbrandsson frá Landvernd tók fyrir loftslagsbreytingar og Kristín Svavarsdóttir og Þórunn Pétursdóttir frá Landgræðslunni ræddu um vistheimt raskaðra vistkerfa og samfélagsleg áhrif. Að auki var fjölbreytileiki víðitegunda í klónasafni Gunnarsholts skoðaður og kennarar unnu hópverkefni í Sagnagarði. Almenn ánægja var með námskeiðið á meðal þátttakenda og námskeiðshaldara og vilji til að halda áfram og bjóða upp á frekari námskeið í náinni framtíð.

Tögg
DSC_0372     DSC_0314     DSC_0315     DSC_0330     DSC_0342    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,