Norræni strandhreinsun 6. maí

Strendur verða hreinsaðar samtímis á öllum Norðurlöndunum á Norræna strandhreinsunardeginum sem fer fram þann 6. maí næstkomandi.

Á laugardaginn 6. maí næstkomandi en þá fer fram Norræni strandhreinsunardagurinn á Snæfellsnesi. Að honum standa Landvernd og nokkur umhverfisverndarsamtök á Norðurlöndum auk annarra skipuleggjenda á Íslandi sem eru Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, EarthCheck Snæfellsnesi, Blái herinn og Lionshreyfingin á Íslandi.

Snæfellsnes varð fyrir valinu því að þar hefur lengi verið hugað að umhverfismálum, sveitarfélögin fimm eru öll með EarthCheck vottun og Stykkishólmur hefur verið leiðandi afl í plastpokalausum samfélögum. Nemendur Lýsuhólsskóla hafa þvívegis verið valdir Varðliðar umhverfisins og því hægt að segja að gott starf sé unnið í umhverfismálum á Snæfellsnesi.

Hreinsaðar verða þrjár strendur á Snæfellsnesi og fer samtímis fram strandhreinsun á öllum Norðurlöndunum. Formleg hreinsun hefst kl. 13 í Bervík, að Hofgörðum og í Skógarnesi.

Dagskrá á Malarrifi

Strandhreinsun er krefjandi verkefni og því beinum við fólki með minnstu börnin að fara á Malarrif en þar opnar gestastofa þjóðgarðsins kl. 11. Þar mun landvörður mæta ásamt sögumanni sem mun halda fólki við efnið yfir daginn. Ætlunin er að gefa yngstu kynslóðinni kost á að taka til hendinni líkt og þeir fullorðnu, rétt norðan við Gestastofuna. Á svæðinu eru ýmiss leiktæki. Skoðaðir verða ýmsir munir sem finnast og sögumaður mun segja fá þeim og ýmsum rekahlutum. Salthúsið verður skoðað en þar er sýning sem krakkarnir í Grunnskólanum á Lýsuhóli settu upp en þau voru nýlega valin Varðliðar umhverfisins af umhverfisráðuneytinu, Náttúruskóla Reykjavíkur og Skólum á grænni grein. Einnig eru þar litir og pappír til brúks. Gengið verður að vitanum sem er rétt um 100 metra frá gestastofunni.

Lokahóf í Félagsheimilinu Breiðabliki

Opið verður í Breiðabliki allan daginn en lokahóf fer fram á milli 16-18. Formleg dagskrá hefst kl. 17.

Að loknum vel heppnuðum strandhreinsunardegi verður boðið í fiskisúpu, veitingar og skemmtiatriði. Kári Viðarsson í Frystiklefanum fer með gamanmál.

Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir mun taka þátt í strandhreinsuninni ásamt fjölskyldu sinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar má nálgast á síðu verkefnisins.

—-Frekari upplýsingar og viðtöl veita Salome Hallfreðsdóttir, Landvernd s:

8670343 og Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd s: 8650065.—-

—-Tengiliðir á Snæfellsnesi eru Ragnhildur Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes s: 8486272 og Birna Heide Reynisdóttir, verkefnastjóri umhverfisvottunar Náttúrustofu Vesturlands s:433-8123—-

////////

The Nordic Beach Clean-up day takes place in Snæfellsnes on 6th of Mai. A few Nordic not-for-profit organizations have joined to save our oceans from litter. Beach cleanups will be performed simultaneously in all Nordic countries.

The Icelandic team, consisting of Landvernd, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingin á Íslandi og Blái herinn have organized a beach clean-up on three sites in Snæfellsnes and volunteers will take part, among those is the Minister for the Environment and Natural Resources in Iceland.

What: Nordic Beach Clean-up day in Iceland

Where: Skógarnes, Bervík and Hofgarðar, Snæfellnes. Refreshments and final party at Breiðablik.

When: 13:00 on 6th of Mai. Refreshments and entertainment at Breiðablik from 16:00.

Information (Icelandic): https://landvernd.is/Strandhreinsun

—-For further information or media coverage, please contact Margrét Hugadóttir Tel: +354 6973660, Rannveig Magnúsdóttir Tel: +354 8650065

—-Contact persons in Snæfellsnes Ragnhildur Sigurðardóttir CEO of Snæfellsnes Regional Park Tel: 8486272 and Birna Heide Reynisdóttir, project manager of EarthCheck Snæfellsnes Tel:433-8123—–

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd