Fréttir

Ný sveitarfélög bætast í hópinn

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Ellefu sveitarfélög voru virkir þátttakendur í Vistvernd í verki í fyrra vetur en nú eru þau að verða 16. Við bjóðum Hvanneyri, Skorradal, Stykkishólm, Grundafjörð og Fljótsdalshérað velkomin í hópinn. Fulltrúar frá öllum þessum sveitarfélögum sóttu nýafstaðið leiðbeinendanámskeið Vistverndar í verki ásamt nýjum fulltrúum frá Reykjavík og Hafnarfirði samtals 9 manns. Hin sveitarfélögin sem taka þátt eru:

Reykjavík
Hafnarfjörður
Garðabær
Kópavogur
Mosfellsbær
Álftanes
Bláskógabyggð
Akureyri
Dalvíkurbyggð
Vatnsleysustrandarhreppur

Nánari upplýsingar um við hvern er hægt að hafa samband í hverju sveitarfélagi eru undir tenglinum Sveitarfélög hér til vinstri.
Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.