Orkunýtingarflokkur, biðflokkur eða verndarflokkur?

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Landvernd boðar til opins fundar um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.

Laugardagsfundur Landverndar í Farfuglaheimilinu í Laugardal 15. október kl. 11:00.
Landvernd boðar til opins fundar um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. (www.rammaaaetlun.is). Í drögum iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra er gert ráð fyrir skiptingu svæða í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk.
Á laugardagsfundinum mun Friðrik Dagur Arnarson, fulltrúi frjálsra félagasamtaka í verkefnisstjórn um Rammaáætlun, flytja erindi um tillögudrög iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Í kjölfarið verður opnað fyrir umræður.
Félagsmenn Landverndar og annað áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Heitt á könnunni.

Náttúruverndarsamtök vinna nú að sameiginlegri umsögn um tillögurnar, en umsagnarfrestur er til 11. nóvember. Landvernd hvetur almenning til að kynna sér tillögurnar og koma skoðunum sínum á framfæri.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd