Fréttir

Plastlaus september

Margrét  Hugadóttir    8.9.2017
Margrét Hugadóttir

Plastlaus september er árvekniátak, sem hófst þann 1. september 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. Verkefnið er grasrótarverkefni og eru aðstandendur þess sjö konur með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu af atvinnulífinu. Þær hafa  tekið virkan þátt í umræðum um aðgerðir gegn plastmengun. Verkefnið verður vonandi að árlegum viðburði. 

Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til frambúðar.

Landvernd hvetur að auki einstaklinga, hópa og fyrirtæki að skipuleggja sína eigin strandhreinsun og skrá sig til leiks á hreinsumisland.is

Tögg
Plastlaus_September-merki.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,