Fréttir

Síðustu tölur - gleðilegt sumar

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Nú hefur síðasti Grænfáninn í bráð verið afhentur. 8. júní var fáninn góði dreginn að húni við leikskólann Álfheima á Selfossi við mikinn fögnuð. Nú hafa því 14 skólar á landinu náð þessum áfanga. Svo undarlega bregður þó við að eftir standa aðeins 13 fánar. Ástæðan er sú einn af okkar ágætu Grænfánaskólum, Þykkvabæjarskóli, var lagður niður sem sjálfstæð eining og sameinaður skólanum á Hellu. Í Þykkvabæjarskóla var unnið frábært starf en við trúum því að það flytjist á Hellu og margeflist þar í stórum skóla. Nýlega hafa tveir skólar skráð sig í verkefnið, Víkurskóli í Reykjavík og grunnskólinn á Drangsnesi. Í verkefninu Skólar á grænni grein eru því núna 21 grunnskóli og 8 leikskólar. Nú er sumarfrí í grunnskólum landsins og á þeim tíma verður starfsemi þessa verkefnis líka í lágmarki á skrifstofu Landverndar. Í haust komum við svo fílelfd til leiks og höldum áfram af krafti.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

rsz_img_9744.jpg
Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru