Fréttir

Rannveig Magnúsdóttir    21.12.2017
Rannveig Magnúsdóttir

Matarsóun var tekin fyrir í Fréttablaðinu þann 16. desember og þar var m.a. fjallað um afleiðingar matarsóunar. „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hver raunveruleg áhrif af þessu eru. Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda“ segir segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar.

Greinin fjallar einnig um mikilvægi þess að mæla matarsóun en á Íslandi hafa einungis tvær rannsóknir verið gerðar á umfangi matarsóunar, þar með talin forrannsókn sem Landvernd gerði árið 2015 í samstarfi við Reykjavíkurborg. Sú forrannsókn, sem náði til 17 heimila í Reykjavík, benti til þess að a.m.k. 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Árið 2016 gerði Umhverfisstofun stærri rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi. Helstu niðurstöður voru að matarsóun á Íslandi er sambærileg því sem gerist í öðrum löndum Evrópu, bæði hvað varðar heimili og fyrirtæki. Stefnt er á að gera aðra slíka stóra rannsókn á næstu árum en að mati Landverndar mætti veita enn meira fjármagni í mælingar á umfangi matarsóunar því eins og bent er á í greinni er ekkert vitað um sveiflur milli árstíða í matarsóun á Íslandi og án reglulegar vöktunar er erfitt að mæla árangur þess mikla átaks gegn matarsóun sem hefur verið í gangi undanfarin ár.

Smellið hér til að lesa greinina.

matarsoungamur.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

foss_hvalá.PNG
Fyrirhugað athafnasvæði Hvalárvirkjunar friðlýst?
Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið. Tillöguna, ásamt fjölda annarra svæða, hefur Náttúrufræðistofnun birt á heimasíðu sinni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, eins og lög um náttúruvernd mæla fyrir um,  birt á vef sínum tillögur að svæðum sem stofnunin setur fram á B-hluta náttúruminjaskrár.  Meðal þessara svæða er Drangajökull og nágrenni hans, alls tæplega 1300 km2,