Fréttir

Soroptimistar í visthópi

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Í gærkvöldi lauk visthópur samsettur af konum úr klúbbum Soroptimista störfum. Fundirnir hjá þeim höfðu verið mjög frjóir og skemmtilegir og voru þær með ýmsar ráðleggingar á takteinum. Konurnar eru búsettar í Kópavogi, í Reykjavík og í Hafnarfirði. Í haust, helgina 1. -3. október munu þær svo kynna verkefnið fyrir ,,systrum" sínum af öllu landinu á haustfundi Soroptimista í Munaðarnesi.

Þetta getum við lært af hópnum sem kallar sig Sorptínistar:

- Nota bómullarhanska við að skipta um halógenperur því húðfitan getur valdið því að perurnar springi.

- Sleppa þurrk-prógraminu á uppþvottavélinni, opna heldur vélina og láta þorna af sjálfu sér.

- Skola borðtuskur úr köldu vatni þegar mjólk hefur verið þurrkuð upp. Skola líka fernur upp úr köldu til að koma í veg fyrir vonda lykt.

- Búa til matseðil fyrir vikuna og versla samkvæmt honum. Þetta sparar peninga, tíma, vangaveltur og síðast en ekki síst umhverfið því hráefnin nýtast betur.

- Of mikið þvottaefni gerir tromluna sleipa og þvotturinn velkist þá minna og þvæst verr fyrir vikið. Of mikið þvottaefni getur jafnvel verið samkvæmt skömmtunarleiðbeiningum á erlendum tegundum því íslenska vatnið er óvenju mjúkt.

Vistvernd í verki þakkar hópnum kærlega fyrir þátttökuna.

,,Alþjóðasamband soroptimista er samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heimsbyggð alla. Það sameinar dugandi konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að eflingu hugsjóna soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góðvild, skilningi og friði meðal þjóða. Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi og vera málsvarar kvenna." (Af heimasíðu Soroptimista, www.soroptimist.is)

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.