Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Stóriðja, virkjanir og rammaáætlun

Formaður Landverndar hefur sent iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra bréf vegna stóriðjuáforma. Hann vill að ráðherrarnir beiti sér fyrir því að beðið verði með frekari áform um stóriðju þar til vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar er lokið.

Hér á eftir fer bréf formanns Landverndar Björgólfs Thorsteinssonar:

Fr. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra
Iðnaðarráðuneytið
Arnarhváli
150 Reykjavík 23. janúar 2005

Efni: Stóriðja, virkjanir og rammaáætlun
Undanfarið hefur mikið verið rætt um álver, bæði fjölgun þeirra og stækkun þeirra sem fyrir eru. Álver eru afar orkufrek og nú er fyrirsjáanlegt að um 80% af raforkuframleiðslu landsins fari til slíkrar starfsemi. Forsenda þess að þær hugmyndir sem fram hafa komið verði að veruleika er enn frekari víðtæk orkuöflun og háspennulínur fyrir álframleiðslu sem óhjákvæmilega mun hafa mikil áhrif á umhverfi og náttúru Íslands. Þá fylgir slíkri starfsemi mikil losun gróðurhúsalofttegunda.

Það er brýnt að skoða vel allar hliðar þeirra hugmynda sem fram hafa komið áður en skapaðar eru væntingar um atvinnutækifæri og umsvif sem erfitt getur verið að uppfylla án þess að fórna náttúruverðmætum. Þjóðin býr við góðan efnahag, nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi svo engin brýn þörf virðist kalla á öra uppbyggingu stóriðju í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar.

Forsenda upplýstra ákvarðana um frekari orkuöflun til stóriðju er að lokið verði við gerð 2. áfanga rammaáætlunar þar sem tilgreinrir þeir virkjunarkostir sem til greina koma til að mæta eftirspurn eftir orku til stóriðju í framtíðinni. Jafnframt verður að taka frá svæði sem hafa hátt verndargildi. Náttúra Íslands er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar. Það virðist því skynsamlegt að bíða með frekari áform um stóriðju þar til vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar er lokið og betur hefur komið fram hvaða landssvæði séu svo verðmæt vegna náttúrufars og landslags að þeim megi ekki spilla með virkjunum.

Nú virðist sem einkum sé verið að skoða möguleika til frekari jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga (frá Hengli til Reykjanestáar) og á Norð-Austurlandi þar sem fram hafa komið áform um álver og stækkanir álvera í grennd við þessi svæði. Í fyrsta hluta rammaáætlunar var mat á virkjunarkostum á þessum svæðum oft byggt á mjög takmörkuðum gögnum (gæði gagna í C flokki). Það ætti að vera forgangsverkefni að gera gögn um jarðvarmavirkjanir í þessum landshlutum betur úr garði (koma þeim í flokk B) og endurvinna matið til að stuðla að sem vandaðastri ákvörðunartöku um landnýtingu. Stefna ber að því að endurgera matið eigi síðar en á fyrrihluta árs 2007.

Ég tel mikilvægt að rammaáætlun missi ekki tengslin við grasrótina. Í tengslum við fyrri áfanga voru haldnir fjölmargir opnir fundir sem veittu verkefninu faglegan stuðning, aðhald og hvatningu og áttu þátt í því að nokkuð góð sátt varð um niðurstöðurnar sem kynntar voru í nóvember 2003. Það er tímabært að boða til opinna funda um frekari vinnu við rammaáætlun. Landvernd er reiðbúin að aðstoða við skipulag slíkra funda.

Virðingarfyllst,
Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar

Samrit: Umhverfisráðherra

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.