Sundin_bla_landvernd_vefur

Sundabraut og sundin blá – matsáætlun

Landvernd gerir kröfu um að heildstæðar rannsóknir fari fram á lífríki öllu á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Sundabrautar og þá ekki síst fuglalífi eins og það hefur þróast á svæðinu til dagsins í dag. Verði verkefnið tekið lengra er mikilvægt að jarðgöng verði áfram valkostur og að áhrif þeirra á umhverfið verði rannsökuð til jafns við aðra möguleika.

Verndarsvæðið Leiruvogur og nærsvæði, þar með talin sundin blá, mynda órjúfanlega heild sem fyrirhuguð Sundabraut mun hafa veruleg áhrif á. Innan áhrifasvæðis framkvæmdarinnar eru mikilvæg og fjölbreytt verndarsvæði og friðland. Sundabraut mun jafnframt hafa mikil áhrif á ásýnd svæðisins, ef af verður. Landvernd sendi Skipulagsstofnun umsögn um matsáætlun vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. 

Röskun svæðis – loftslagsmál og vistkerfi

Við framkvæmdir af þessari stærðargráðu þarf að vera ljóst hvernig framkvæmdin stuðlar að því að uppfylla markmið hvað varðar loftslag og vistkerfi, sem Ísland hefur gert skuldbindandi samkomulag um á alþjóðavísu. Landvernd metur að ávinningur Sundabrautar geti ekki verið í anda sjálfbærrar þróunar í ljósi þeirra gríðarlegu áskorana sem meðal annars áhrif aukinnar umferðar og framkvæmda með Sundabraut munu að óbreyttu hafa.

Verndarsvæði

Sundabraut kemur til með að liggja í nálægð við friðlýst svæði og þar verður að gera kröfur um ítarlegar og víðtækari rannsóknir en áformaðar eru skv. í matsáætlun.

Hátt verndargildi

Verndargildi svæðisins er mjög hátt – grunnsævi og víðáttumiklar leirur. Leirurnar eru meðal fárra óraskaðra leira á höfuðborgarsvæðinu, enda hefur mjög verið þrengt að slíkum svæðum á við höfuðborgarsvæðið. Leirur hafa mikilvægt lífríki að geyma sem hefur svo einnig áhrif á annað lífríki m.a. vegna fæðu far- og staðfugla sem sækja á svæðið. Þá gegna leirur einnig mikilvægu hlutverki við að takmarka gróðurhúsaáhrif og önnur neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. Leirur binda gróðurhúsalofttegundir og binding á flatareiningu er mikil. Því leggur Landvernd áherslu á rannsóknir á þeim.

Fuglalíf á svæðinu er einstakt, enda er þar alþjóðlegt fuglarverndarsvæði IBA

Villtir fiskistofnar

Blikastaðakró sem liggur frá svokölluðu veiðisvæði Korpu og Úlfarsá og vatnasvið hennar eru svæði sem eru á náttúruminjaskrá allt upp að helsta upptökusvæðs árinnar sem er Hafravatn. Í Korpu, þeim hluta árinnar sem liggur að sjó sem er hluti Úlfarsár, er eins og vatnasviðið allt dýrmæt stangveiðiá.  Auk þess ganga villtir stofnar í ána. 

Ef af framkvæmdum verður yrði að gera ríkar kröfur um að sett verði upp áætlun um sérstaka vöktun á öllu vatnasviði vatnsfalla sem liggja innan þeirra marka sem eru skilgreind á náttúruminjaskrá. Jafnframt yrði tilgreint hvernig gripið yrði til mótvægisaðgerða ef neikvæðar afleiðingar kæmu fram. 

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.