Fréttir

Sýning Vistverndar í verki

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Veggsýning Vistverndar í verki er nú staðsett í Bókasafni Garðabæjar og mun vera til sýnis þar til 1. nóvember. Sýningin var síðast staðsett í Hafnarfirði og hefur nú verið dregið úr réttum svörum við getraun sýningarinnar. Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju og hvetjum Garðbæinga og aðra sem eiga eftir að sjá sýninguna til að gera sér ferð í Bókasafn Garðabæjar.

Vinningshafar:

Ottó Jón Guðmundsson, 9 ára hlaut siðgæðisvottaðan fótbolta frá Landvernd (framleiddur í Pakistan án barnaþrælkunar og með ströngum siðgæðiskröfum um vinnutíma, laun og vinnuaðstæður).

Herdís Tómasdóttir hlaut gluggasköfu frá ENJO, það eina sem þarf til gluggaþvottarins er vatn því örtrefjaklútur sér um að fjarlægja óhreinindin.

Birna Brynjarsdóttir 9 ára hlaut þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo á veitingastaðnum Tilveran í Hafnarfirði. Veitingastaðurinn leggur m.a. áherslu á matreiðslu úr ferskum íslenskum fiski.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.