Fréttir

Umhverfisgátt

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Þann 11. febrúar opnaði Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sérstakan vef á heimasíðu sinni sem heitir Umhverfisgátt. Þarna er að finna alls kyns fróðleik, hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir skóla sem eru að efla umhverfisstarf sitt. Tilurð Umhverfisgáttar er að á vorönn 2003 stóð Fræðslumiðstöð Reykjavíkur fyrir sérstöku umhverfisátaki til að hvetja og aðstoða grunnskóla Reykjavíkur í umhverfisstarfi. Leitað var leiða til að finna lausnir á ýmsu því sem skólar höfðu verið að bjástra. Á Umhverfisgáttinni geta allir notið þessa efnis sem aflað var í tengslum við þetta fyrirmyndar átak Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Stjornarskra.jpg
Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
Stjórn Landverndar telur að byggja eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd og auðlindir á tillögum stjórnlagaráðs.