Fréttir

Umhverfisgróska á Snæfellsnesi

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Frá undirskrift samnings um Vistvernd í verki, á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar 14. desember 2005. Frá vinstri: Björg Ágústdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi Landverndar á Snæfellsnesi og Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.


Snæfellsnes hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vinnu að umhverfismálum. Landvernd er nú þegar í samstarfi við skóla og hafnir á svæðinu. Mikið starf er unnið undir merkjum Grænfánans og hefur starfið í Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ vakið verðskuldaða athygli. Þegar allir grunnskólarnir í Snæfellsbæ hafa uppfyllt skilyrði Grænfánans er stefnan sett á leikskólastigið. Leikskólinn í Grundarfirði stefnir á að ná Grænfánanum strax á næsta ári. Bláfáninn blaktir við höfnina í Stykkishólmi sem merki um það góða starf sem þar er unnið í umhverfismálum og höfnin á Arnarstapa fær vonandi sambærilega vottun á næsta ári.

Undirskrift samnings um Vistvernd í verki, um fræðslu til að efla þátttöku almennings í aðgerðum til að vernda umhverfið, efla vitund um umhverfismál og félagslegt öryggi og stuðla að sjálfbærri þróun, er enn eitt skrefið í samvinnu Landverndar og stóru sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Stjórnendur sveitarfélaganna hafa sýnt að þau hafa úthald til að vinna að betra umhverfi og sjálfbærri þróun á svæðinu. Umhverfismál eru í eðli sínu þverfagleg, þau virða engin landamæri og eru oft flókin. Vandamálin verða ekki öll leyst í flýti eða í eitt skipti fyrir öll. Mestu máli skiptir að við trúum því að við getum haft áhrif til hins betra og vinnum að því jafnt og þétt. Virkjum íbúana.

Það er einmitt það sem verkefnið Vistvernd í verki gengur út á. Nú er óskandi að sem flestir íbúar Snæfellsness hafi af þessu verkefni bæði gagn og gaman.Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.