Samgöngur á Íslandi þurfa að vera í sátt við umhverfi og samfélag, landvernd.is

Umhverfismat samgönguáætlunar 2006 – umsögn Landverndar.

Landvernd hefur sent samgönguráðuneytinu ábendingar um nokkur efnisatriði sem kann að vera æskilegt að fjalla betur um eða skýra nánar í umhverfismati samgönguáætlunar.

Landvernd hefur sent samgönguráðuneytinu ábendingar um nokkur efnisatriði sem kann að vera æskilegt að fjalla betur um eða skýra nánar í umhverfismati samgönguáætlunar. Hér að neðan er stuttur úttdráttur úr umsögn Landverndar. Umsögina og fylgiskjöl hennar er að vinna neðst á þessari síðu.

Um markmið og niðurstöður samgönguáætlunar er að mati Landverndar ekki nóg að samgönguáætlun „ gangi ekki gegn markmiðum náttúruverndaráætlunar 2004-2008“ heldur þyrfti hér að vera hægt að segja að samgönguáætlun sé í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008.
.
Lokatakmarkið vetnisvæðing – hvað um orkuþörf vetnisvæðingarinnar?
Hér setja stjórnvöld sér lokamarkmið sem er:

að bílaflotinn gangi fyrir vetni, og reyndar fiskiskipaflotinn líka, en því markmiði verður ekki náð fyrr en vetnisbílar eru orðnir almenn markaðsvara a.m.k í Evrópu.

Landvernd setur spurningarmerki við þetta lokatakmark á þessu stigi máls. Hér er margt óljóst. Til dæmis er ekki vitað hvort vetnið verði sá orkuberi sem muni hafa tæknilega forystu. Bent hefur verið á að umtalsverð orka kunni að fara forgörðum við það að umbreyta rafmagni í vetni og mun framtíðin leiða í ljós hvort vetnisvæðing sé skynsamlegri en t.d. bein rafmagnsvæðing eða eldsneyti úr ræktuðum lífmassa.

Gróflega áætlað nemur orkuþörf vetnisvæðingar 3,5 – 4,0 Teravattstundum. Sú orka samsvara uppsettu afli sem nemur um 600 MW en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun er með uppsett afla 695 MW. Eigi lokatakmarkið að vera vetnisvæðing, eins og lagt er upp með í fyrirliggjandi drögum, væri æskilegt að fjalla um hvaða virkjunarkostir koma til álita til orkuöflunar af þessari stærðargráðu. Líta verður þá til þess hve orkunýting er léleg í vetnisvæðingu.

Staðsetning hjólreiðastíga meðfram stofnvegum.
Landvernd fagnar áformum um aukið vægi göngu- og hjólreiðastíga og að þannig sé stefnt að því að draga úr umferð ökutækja og bæta heilbrigði og umhverfi. Samtökin vilja þó benda á að varla eru slíkir stígar best staðsettir „meðfram stofnvegum í þéttbýli“ eins og lagt er til í drögunum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndunum sýna að hjólreiðamenn sem hjóla nálægt eða í umferðinni anda að sér umtalsverðu magni mengunarefna vegna djúprar öndunar við áreynslu.

Tilgangur vega, ferðamannavegir og almennir vegir.
Rétt væri að skilgreina tvennskonar vegi, almenna vegi og ferðamanna vegi þar sem almennir vegir hafa almennt það markmið að gera vegfarendum og flutningabílum mögulegt að komast fljótt og örugglega á milli áfangastaða. Ferðamannavegir, myndu hinsvegar fyrst og fremst þjóna þeim tilgangi að gera ferðafölki, jafnt innlendum sem erlendum ferðamönnum, mögulegt að fara um áhugaverð svæði á vegum sem lagðir eru í sátt við náttúruna. Þessir vegir geta verið vegir eins og vegurinn í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá Þjónustumiðstöðinni að veginum um Lyngdalsheiði. Eða eins og vegurinn vestan Þorbjörn á Reykjanesskaga sem lagður var fyrir nokkrum árum. Undir ferðamannavegi myndu líka falla hinar ýmsu slóðir sem ferðafólk notast við fyrst og fremst við í þeim tilgangi að ferðast um og njóta náttúrunnar.

Hálendisvegir
Landvernd hefur lagt í umtalsverða vinnu við gerð að hálendisvegaskýrslu. Skýrslan er í lokavinnslu en meðfylgjandi eru síðustu drög að skýrslunni. Við gerð þessarar skýrslu var haft samráð við fjölda hagsmunaaðila. Skipaður var vinnuhópur þar sem þrettán einstaklinga sem þekkja vel til þeirra mála er varða hálendisvegi út frá mörgum sjónarhornum. Í vinnu við umhverfismat ber að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þar eru sett fram.

Gangnagerð sem valkostur
Þegar hugað er að samgönguúrbótum mætti líta í auknu mæli til gangnagerðar. Gangnagerð getur víða verið vænlegur kosur bæði frá sjónarmiði náttúruverndar og bættra samgangna og umferðaöryggi. Með göngum undir Hjallaháls í Reykhólasveit mætti t.d. bæta samgöngur, stytta vegalengdir og auka öryggi samgangna á sama tíma og náttúrufari og náttúrlegum birkiskógum yrði hlíft. Sú lausn virðist skv. meðfylgjandi grein og gögnum frá Ástu Þorleifsdóttur, jarðverkfræðings, ámóta kostnaðarsöm og leiðin sem nú er unnið að fyrir Þorskafjörð yfir Hallsteinsnes.

Hér má nálgast umsögn Landverndar í fullri lengd.

Fylgiskjöl:
Drög að hálendisvegaskýrslu Landverndar.
Erindi Benedikts Skúlasonar sem flutt var á orkuþingi 2006.
Erindi Árna Ragnarssonar, Orkunotkun á Íslandi, sem flutt var á Orkuþingi 2006.
Viðtal við Braga Árnason, Snefill, blaði efna- lífefna- og efnaverkfræðinema, 7. Árgangur 2005.
Grein og gögnum Ástu Þorleifsdóttur, jarðverkfræðings, um gögn undir Hjallaháls í Reykhólasveit.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.