Fréttir

Umhverfisvænasti bíllinn 2004

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Það verður æ auðveldara fyrir bifreiðakaupendur að taka ábyrgð á umhverfinu. Gröna Bilister í Svíþjóð, bifreiðaeigendafélag með umhverfisvernd að leiðarljósi, hefur látið gera könnun á framboði vistvænni bíla.
Nokkrir bílar voru verðlaunaðir sem Umhverfisvænasti bíllinn 2004, hver í sínum flokki. Flestir bílarnir ganga fyrir lífgasi sem ekki er í boði á Íslandi en af bensínbílunum er það Toyota Prius sem hlýtur titilinn. Prius er seldur hér á landi og er á sama verði og aðrir bílar í sama flokki frá Toyota. Hann gengur fyrir bensíni og rafmagni til skiptis og nýtir umframorku, s.s. hemlunarorku til að búa til rafmagn. Samkvæmt framleiðanda stenst Prius allan samanburð við aðra bíla Toyota í sama flokki hvað varðar þægindi, öryggi og gæði.
Á heimasíðunni www.gronabilister.se er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni á sænsku ,,Miljöbästa Bilar 2004”.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.