Umsóknarfrestur fyrir endurnýjun Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar.

Umsóknarfrestur fyrir endurnýjun Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar nk.

Senn líður að úttektatímabili Grænfánans á Suðvesturlandi.

Skólar á grænni grein vinna að skrefunum sjö og þegar skóli telur sig hafa tekið öll nauðsynleg skref að Grænfána og náð markmiðum sínum, sækir hann um Grænfánann. Þessi vinna tekur að jafnaði tvö ár.

Umsóknarfrestur til endurnýjunar á Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar næstkomandi.
Athugið þó að skólar á Suðvesturlandi geta sótt um Grænfána á öllum úttektartímabilum. Sjá nánar um önnur úttektatímabil hér að neðan.

Umsókn þarf að fylgja eftirfarandi:

Umsóknareyðublað
Greinargerð þar sem fram kemur hvernig skrefin sjö voru stigin frá síðasta fána (eða frá því að skóli skráði sig í á græna grein sé hann að sækja um fyrsta fána)
Fundargerðir umhverfisnefndarfunda (stuttar og hnitmiðaðar)

Umsókn, greinargerð og fundargerðum skal skilað rafrænt á graenfaninn@landvernd.is.
Starfsmaður Landverndar fer yfir umsóknina og finnur tíma til úttektar í kjölfarið. Í úttektinni styðjast starfsmenn við matsblað. Skólar þurfa ekki að fylla matsblaðið út, en það er ágætt að nota það til viðmiðunar t.d. við skrif á greinargerð.

Valkvætt: Skólar sem hafa búið til/hannað verkefni sem þeir telja að eigi erindi við aðra Grænfánaskóla eru hvattir til að skila verkefni í verkefnakistu (kennari skráir sig inn og skráir verkefnið beint inn í verkefnakistuna). Þetta er valkvætt og ekki skylda.

Umsóknareyðublað Greinagerð Verkefnakista

Úttektartímabil

September og október

Umsóknarfrestur til 1. september.

Skólar á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og Suðvesturland (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri).

Febrúar og mars

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.

Skólar á Suðvesturlandi, (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri).

Maí og júní

Umsóknarfrestur til 1. maí.

Skólar á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi og Suðvesturlandi (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri).

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd