Fréttir

Vistverndarsýning í Garðabæ

Landvernd    15.10.2008
Landvernd


Í september og október síðastliðnum var sýning á vegum Landverndar og Garðabæjar í bókasafni sveitarfélagsins um vistvænan lífstíl. Fjöldi manns tók þátt í getraun sem tengdist sýningunni og hafa nú verið dregnir út vinningshafar. Í verðlaun var 5 þús. krónu úttekt í Brauðhúsinu í Grímsbæ. Brauðhúsið er bakarí sem bakar eingöngu úr lífrænt ræktuðum hráefnum og selur ýmsar aðrar lífrænt ræktaðar vörur. Gluggaskafa frá ENJO - einfalt tól sem notar ómengað vatn við gluggaþvottinn. Og að síðustu siðgæðisvottaður fótbolti frá Pakistan. Við framleiðsluna hafa starfsmenn haft viðunandi starfsskilyrði og laun, börn þeirra ganga í skóla og starfsemin tengist á engan hátt barnaþrælkun.

Vinningshafar eru Guðríður Sveinsdóttir, Gunnhildur Halla Ármannsdóttir og Lilja Líf Pálmarsdóttir.

Á myndinni eru einnig Sigurður Hafliðason, verkefnisstjóri í Garðabæ og Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri á landsvísu.

Sýningin verður næst sett upp í Mosfellsbæ, á bókasafninu um miðjan janúar.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

Drynjandi.png
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi fyrir óafturkræfum spjöllum á dýrmætum víðernum.