Sigrún Ósk og Þóra góðar í vistakstri

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk og Þóra sýndur mikla yfirburði í vistaksturskeppni Landverndar og Toyota sem haldin var 15. nóvember. Keppnin sannaði enn einu sinni að það er til mikils að vinna að stunda vistakstur.

Sjónvarpskonurnar Sigrún ósk Kristjánsdóttir (sjónvarpsþættinum @) og Þóra (Stundini okkar) sýndur mikla yfirburði í vistaksturskeppni Landverndar sem haldin var 15. nóvember. Skussinn“ eyddi 10,5 l á 100 km en þeir sem óku með vistvænum hætti eyddu að meðaltali 5,7 l á 100 km. Það er því til mikils að vinna að stunda vistakstur. Sigrún og Þóra náðu talsvert betri orkunýtni en ómar Ragnarsson, en í hæla ómars fylgdu þrír fyrrverandi umhverfisráðherrar, þeir Guðmundur Bjarnason, Júlíus Sólnes og Össur Skarphéðinsson. Nánari upplýsingar niðurstöður verða birtar síðar.

Vistakstur spara eldsneyti og dregur úr losun gróðurhúslofttegunda og loftmengun. Landvernd hvetur því alla ökumenn til að kynna sér og ástunda vistakstur. Hægt er að sækja sérstök námskeið í vistakstri hjá fjórum ökuskólum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd