Brynja Huld á Hornströndum. Brynja situr í stjórn Landverndar. landvernd.is

Brynja Huld Óskarsdóttir

Brynja situr í stjórn Landverndar

Brynja Huld er fædd og uppalin á Ísafirði, með hjarta sem brennur fyrir landsbyggðina. Hún er menntaður landvörður og starfar sem slíkur í Hornstrandafriðlandinu á sumrin. Á veturna sinnir hún stundakennslu við Háskóla Íslands, en hún er menntuð í öryggis- og varnarmálafræðum frá University College London. Brynja Huld hefur dvalið í eitt ár á vegum íslensku friðargæslunnar í Afghanistan, og er mikil áhuga kona um þróunarsamvinnu og mannúðarmál. 

Í náttúruvernd leggur Brynja Huld áherslu á að almenningur geti búið sem næst náttúru og notið hennar daglega án þess að ganga á mögulegt aðgengi framtíðaríbúa að náttúrunni.

Scroll to Top