Markmið Landverndar

Markmið Landverndar eru:

  • Verndun náttúru og umhverfis Íslands á landi, í legi og í lofti svo þeim verði sem minnst spillt, okkur og komandi kynslóðum til handa.
  • Endurreisn spilltrar náttúru, náttúrugæða og umhverfis með þeim hætti er hæfir sem best náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu.
  • Sjálfbær umgengni þjóðarinnar heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og
  • Virk þátttaka Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál, þar sem þekkingu og reynslu er miðlað og leitað leiða til úrbóta.

Markmið Landverndar eru í takti við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Má það einkum nefna markmið 4: Menntun fyrir alla, 12: Ábyrg neysla og framleiðsla, 13: Aðgerðir í loftslagsmálum, og 15: Líf á landi.

Verkefni og aðgerðir Landverndar vinna að því að uppfylla heimsmarkmiðin og ná þeim.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.