Almannarettur

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd

Sjórn Landverndar styður tillögur UAR um styrkingu almannaréttarins.

Reykjavík 17. mars 2019

Umsögn Landverndar um breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 mál S-74/2019

Stjórn Landverndar lýsir yfir eindregnum stuðningi við breytingarnar sem lagðar eru til hér varðandi grundvallarrétt almennings til að ferðast frjáls um náttúru Íslands, svokallaðan almannarétt. Svipað fyrirkomulag er uppi í nágrannalöndum okkar þar sem einstaklingum er heimil för um land annarra á meðan þeir hvorki skemma né trufla á ferð sinni. Hér er um að ræða nauðsynlega heimild til þess að landsmenn geti kynnst landi sínu og náttúru óhindrað.

Landvernd telur að vel hafi tekist til við að leggja til takmarkanir á hópferðum um eignalönd en jafnframt tryggja rétt einstaklinga og ferðafélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni til þess að njóta náttúru landsins og hafa óhindraðan aðgang að henni. Ljóst er að frekari vinna þarf að eiga sér stað við þessi lög og önnur til þess að taka á miklum fjölda og ágangi ferðamanna á viðkvæmum náttúrusvæðum en hér er um að ræða gott innlegg.

Landvernd þakkar Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrir að leggja til þessar þörfu breytingar á náttúruverndarlögum. Stjórn Landverndar bendir á að fleiri breytinga er þörf á lögunum. Sérstaklega er þörf á því að skýra hvaða „brýna nauðsyn“ það er sem réttlætir brot á þeim.

Virðingarfyllst

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Sækja umsögn Landverndar

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.