Leitarniðurstöður

Hreint haf - Plast á norðurslóðum er námsefni, rafbók og verkefnavefur um hafið. landvernd.is

Hreint haf – Plast á norðurslóðum

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

Skoða nánar »
ruslapokar á götu. Hvað verður um almenna ruslið?

Hvert fer almenna ruslið?

Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra. Hvert fer það?

Skoða nánar »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Skoða nánar »
Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. landvernd.is

Hversu stór er Steypireyður?

Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. Í þessu verkefni skoða nemendur raunverulega stærð steypireyðar. Verkefnið er tilvalið í útnám og útikennslu.

Skoða nánar »
Hreint haf námsefni frá Landvernd um hafið, mengun í hafið, loftslagsbreytingar og hvernig við getum haft áhrif, landvernd.is

Hreint haf – rafbók

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

Skoða nánar »