Leitarniðurstöður

Hreint haf - Plast á norðurslóðum er námsefni, rafbók og verkefnavefur um hafið. landvernd.is

Hreint haf – Plast á norðurslóðum

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

Skoða nánar »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Skoða nánar »
Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. landvernd.is

Hversu stór er Steypireyður?

Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. Í þessu verkefni skoða nemendur raunverulega stærð steypireyðar. Verkefnið er tilvalið í útnám og útikennslu.

Skoða nánar »
Saman gegn matarsóun - Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd, landvernd.is

Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun – Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.

Skoða nánar »

Líf að vori

Námsefnið Líf að vori fjallar um allt það sem einkennir vorið á norðurslóðum. Efnið er ætlað yngsta stigi grunnskóla. Fjallað er um árstíðaskipti, farfugla og dýr sem ferðast á milli svæða.

Skoða nánar »