Leitarniðurstöður

Sími að taka mynd af náttúru

Ljósmynd/hugmynd

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

Skoða nánar »
skeljar og steinar í fjöru

Gullabox – fjölnota box undir gull og gersemar

Verkefni sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá útbúa þau fjölnota box. Verkefni fyrir 2-5 ára

Skoða nánar »
börn að flokka

Flokkunarleikur

Verkefni þar sem börn fá fræðslu um flokkun og hringrásir efna og læra svo að flokka rétt með því að fara í leik. Verkefni fyrir 3-10 ára

Skoða nánar »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

Skoða nánar »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

Skoða nánar »
dýraslóð í snjó

Búsvæðisslóð

Nemendur fræðast um það að búsvæði lífvera er ólíkt og stjórnast af þörfum þeirra. Nemendur fá kort af búsvæði merkt tilteknu dýri og slóð þess sem þeir eiga að rekja á skólalóðinni. Nemendum rekja slóð dýrsins og leita þess sem það þarfnast til að geta lifað. Verkefni fyrir 6-10 ára

Skoða nánar »
einstaklingur að skrifa í dagbók í náttúrunni

Náttúruorð – Vasabók

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

Skoða nánar »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

Skoða nánar »

Líf að vori

Námsefnið Líf að vori fjallar um allt það sem einkennir vorið á norðurslóðum. Efnið er ætlað yngsta stigi grunnskóla. Fjallað er um árstíðaskipti, farfugla og dýr sem ferðast á milli svæða.

Skoða nánar »