Er allt plast slæmt? TEDx fyrirlestur Rannveig Magnúsdóttir um plast 2018

Jörðin okkar er bókstaflega að drukkna í einnota plasti og það þarf tvennt til að laga ástandið. Í fyrsta lagi þarf að hreinsa það plast sem nú þegar er komið út í náttúruna og svo þarf að skrúfa fyrir plastkranann.

Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og doktor í spendýravistfræði hélt þann 4. nóvember 2018 TEDx Reykjavík fyrirlestur um plast „Are all plastics created evil?“.

Í þessum fyrirlestri sýnir hún að það er ekki allt plast af hinu illa heldur er það einnota plastið sem veldur mestum skaða í náttúrunni. Jörðin okkar er bókstaflega að drukkna í einnota plasti og það þarf tvennt til að laga ástandið. Í fyrsta lagi þarf að hreinsa það plast sem nú þegar er komið út í náttúruna og svo þarf að skrúfa fyrir plastkranann. Rannveig kynnir Hreinsum Ísland verkefni Landverndar og Bláa hersins og svo fjallar hún um lausnir á vandamálinu.

Vandamálið verður ekki leyst nema allir vinni saman og því þurfa allir að taka þátt; einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld.

Hlustaðu á þennan fyrirlestur og vertu hluti af lausninni.