Þórhildur Fjóla er í stjórn Landverndar

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

Þórhildur Fjóla er í stjórn Landverndar.

Þórhildur starfar hjá Eflu sem orku- og umhverfisverkfræðingur. Áður var hún Framkvæmdastjóri hjá Grænni byggð.

Hún er orku- og umhverfisverkfræðingur með doktorspróf í arkítektúr, um kolefnisjafnaðar byggingar frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. 

Þórhildur er frá Akureyri, fertug, fædd 1979,  útskrifaðist frá MA 1999. 

Áhersla hennar þegar kemur að málefnum náttúrunnar eru loftslagsmálin, orkusparnaður, orkunýtni og hringrásarhagkerfið. Hún hefur unnið sem orkuráðgjafi fyrir Náttúruverndarsamtök Noregs, unnið við rannsóknir hjá SINTEF í Osló og verið í ýmsu grasrótarstarfi í félagasamtökum. 

Scroll to Top