Tími til að sækja um Bláfánann

Landvernd fór með umsjón Bláfánans á árunum 2002-2018, landvernd.is
Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Frestur til að að sækja um Bláfánann fyrir 2009 styttist nú óðum en skrifstofa Landverndar tekur við umsóknum til 28. febrúar nk.

Frestur til að að sækja um Bláfánann fyrir 2009 styttist nú óðum en skrifstofa Landverndar tekur við umsóknum til 28. febrúar nk.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vefnum.

Bláfáninn er alþjóðleg vottun sem veitt er rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda fyrir framúrskarandi vistvæna umgengni og meðhöndlun úrgangs. Sérstakur stýrihópur stjórnar verkefninu en hlutverk hans er að veita faglega leiðsögn og koma á tengslum við viðkomandi aðila. Samhliða stýrihópnum er starfandi dómnefnd sem hefur með höndum að vinna úr umsóknum og sinna eftirliti með þeim aðilum sem flagga Bláfánanum í samstarfi við skrifstofu FEE sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.
Hér á landi flagga sex staðir Bláfánanum en það eru Arnarstapahöfn, Hafnarhólmi á Borgarfirði eystri, Stykkishólmshöfn og Suðureyrarhöfn. Baðstrendurnar Bláa lónið og Ylströndin í Nauthólsvík hafa auk þess tekið þátt í verkefninu í sex sumur. Auk smábátahafna og baðstranda eiga smábátaeigendur og hvalaskoðunarskip þess kost að flagga sérstakri Bláfánaveifu eftir að hafa undirritað yfirlýsingu um að þeir fylgi vistvænum umgengnisreglum Bláfánans.
Bláfáninn er eitt af fjölmörgum verkefnum Foundation for Environmental Education og hefur útbreiðsla hans aukist ár frá ári frá innleiðingu hans árið 1987. Úthlutun Bláfánans hefur stuðlað að bættri umgengni við hafið og virkað sem hvatning fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu víða um heim. Auk smábátahafna og baðstranda eiga smábátaeigendur og hvalaskoðunarskip þess kost að flagga sérstakri Bláfánaveifu eftir að hafa undirritað yfirlýsingu um að þeir fylgi vistvænum umgengnisreglum Bláfánans.

Í dag eru Bláfánahafnir og strandir í 37 löndum í Evrópu, Suður-Afríku, Marókkó, Nýja-Sjálandi, Kanada og á Karabísku eyjunum. Árlega fá um 2670 baðstrendur og um 640 smábátahafnir heimild til að draga Bláfánann að húni.
Fyrstu Bláfánarnir voru dregnir að húni á Íslandi í júní 2003 en undirbúningur að innleiðingu hans hófst haustið 2000. Ber Landvernd fjárhagslega ábyrgð á verkefninu á Íslandi og annast úthlutun og eftirlit með Bláfánanum í samstarfi við Fiskifélag Íslands, Félag umhverfis- og heilbrigðisfulltrúa, Hafnasambandið, Umhverfisstofnun, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samtök ferðaþjónustunnar, Siglingasambands Íslands og Fuglavernd. Verkefnið Bláfáninn nýtur ennfremur stuðnings Samgönguráðuneytis og Umhverfisráðuneytis.

Alþjóðleg heimasíða verkefnisins er: www.blueflag.org en einnig er að finna umfjöllun um verkefnið á heimasíðu Landverndar: www.landvernd.is/blafaninn/

f.h. Landverndar
Sigrún Pálsdóttir, verkefnisstjóri Bláfánans
blafaninn@landvernd.is
S. 552 5242

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top