Tryggvi Felixson er formaður Landverndar.
Tryggvi er innfæddur Kópavogsbúi, ættaður úr Skaftafellssýslu og Ísafirði. Hann starfar í dag sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og leiðsögumaður.
Tryggvi var í hópi fyrstu stúdenta Menntaskólans í Kópavogi og gekk áfram menntaveginn í Mexíkó, Noregi og Bandaríkjunum. Hann hefur meistaragráðu sem auðindahagfræðingur, og starfaði sem slíkur bæði við Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytið. Starfsferillin spannar einnig umhverfisráðuneytið, framkvæmdastjóri Landverndar og ráðgjafi og stjórnandi hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði í tæplega 17 ár, staðsettur í Kaupmannahöfn.
Áhugi Tryggva á umhverfis- og náttúrvernd á rætur að rekja til skátastarfs, dvöl í sveit í Mýrdalnum og í náttúrufræðitímum hjá Árna Waag í Gagnfræðiskóla Kópavogs.
Um áherslur í starfi sínu sem formaður Landverndar segir Tryggvi:
„Landvernd hefur náð sterkri stöðu í samfélaginu með stuðningi vaxandi hóps félaga og mikilvægt er að gæta þess að standa vörð um þá þróun. Baráttan gegn hamfarahlýnun, verdun víðerna og sjálfbæra landnýting eru áskorun sem Landvernd verður að sinna vel. Landareigna Landverndar, Alviðru og Öndverðarnes II, þar að koma í betra horf sem fræðslusetur um náttúru- og umhverfismál.
tryggvi (hjá) landvernd.is
Velsæld, virkjanir og græn framtíð
Tryggvi Felixson formaður Landverndar segir að eyðilegging náttúru landsins til orkuöflunar sé ekki eini möguleikinn í boði. „Sem betur fer höfum við val.“
Sýnum fyrirhyggju – metum áhrif stafafuru og sitkagrenis
Tryggvi Felixson skrifar um ágengar tegundir.
Ísland – rafmagnslaust eða hugsunarlaust?
Tryggvi Felixson bendir á að engin þjóð í heiminum framleiði jafn mikið rafmagn á íbúa og Íslendingar. Langbesti virkjunarkosturinn sem standi til boða sé að bæta nýtni orkunnar og styrkja flutningsnetið.
Lausnir gærdagsins eru úreltar – 77,5 % raforku fer til stóriðju
Tími stórkallalegra orkumannvirkja er liðinn. Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar.
Virkjum kærleikann í þágu náttúrunnar
Pistill Tryggva Felixsonar formanns Landverndar í Ársriti Landverndar 2021.
Ársrit Landverndar 2020-2021
Landvernd styrk á erfiðum tímum. Ársrit Landverndar um starfsárið 2020-2021 er lögð fram á aðalfundi samtakanna 12. júní 2021.