Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Gengið um Þingvelli á Degi íslenskrar náttúru

Landvernd    14.9.2011
Landvernd
Landvernd býður til göngu á Þingvöllum á Degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september, kl. 18.00. Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur, mun leiða gönguna og vísa á fornar götur og hellisskúta og ræða um náttúru og sögu svæðisins. Sigrún er sérfræðingur í stjórnun þjóðgarða. Hún vinnur nú að bók um Þingvallaþjóðgarð. Þátttakendur mæti við Gjábakka kl. 18. Gangan gæti tekið um tvær klukkustundir.
Allir velkomnir!


Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!