Af hverju á plast ekki heima í hafinu? Ævar Þór segir okkur frá því, landvernd.is

Af hverju plast á ekki heima í sjónum?

Á degi umhverfisins hleypti Landvernd af stokkunum nýju strandhreinsunarátaki; Hreinsum Ísland. Vekjum við athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Við hvetjum fólk til að nota minna plast, kaupa minna og endurvinna. Hægt er að skipuleggja sína eigin strandhreinsun og veitir Landvernd góð ráð á síðunni hreinsumisland.is.

Ævar Þór Benediktsson, oft betur þekktur sem Ævar vísindamaður gekk í lið með Landvernd og er hér með mikilvæg skilaboð um plastmengun í sjó og hvað við sem einstaklingar getum gert til að taka þátt í að minnka plastmengun.

 

Handrit: Margrét Hugadóttir, Rannveig Magnúsdóttir og Salome Hallfreðsdóttir.

Klipping og myndataka: Rannveig Magnúsdóttir

Myndvinnsla: Dagný Reykjalín og Margrét Hugadóttir