Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu

Landvernd mótmælir miðlunarlóni í Þjórsárverum vegna áhrifa á víðerni og fossa í Þjórsá.

Stjórn Landverndar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma Landsvirkjunar um nýja Norðlingaölduveitu:
,,Stjórn Landverndar mótmælir harðlega öllum áformum Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu. Samtökin benda á að sama hvaða útfærsla verði gerð á miðlun vatns á svæðinu, muni hún ávallt skerða rennsli í fossum árinnar, Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem telja má jafnoka Gullfoss, og stórskaða upplifun ferðamanna af svæðinu. Þá mun miðlunarlón við Norðlingaöldu kljúfa og eyðileggja lítt snortið víðerni í og í námunda við Þjórsárver vestan Þjórsár. Landvernd leggst því gegn öllum áformum Landsvirkjunar um Norðlingaöldu sem fyrirtækið hefur kunngjört í fjölmiðlum nýlega og hvetur eindregið til friðlýsingar svæðisins alls hið allra fyrsta.“

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd