Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Málþing um Jökulsárgljúfur 40 ára

Vatnajökulsþjóðgarður, Norðurþing, Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ferðamálstofa efna til málþings á Fosshótel Húsavík 3. apríl í tilefni af því að meira en 40 ár eru liðin síðan þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973. 

Málþingið ber heitið Vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd? 

Skráning hjá jona@atthing.is eigi síðar en 2. apríl.

Dagskrá

10.30 - 10.40 Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, setur fundinn. 

10.45 - 11.25 Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur, landvörður og fyrrum formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs flytur inngangserindi. 

11.30 -12.00 Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlandi eystra, fjallar um tækifæri tengd menningarminjum og sögulegri arfleifð. 

12.00 - 13.00 Léttur hádegisverður í boði ráðstefnuhaldara. 

13.00 - 13.30 Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, fjallar um tækifæri tengd heilsu og vellíðan. 

13.35 - 14.05 Halldóra Gunnarssdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustuklasans Norðuhjara, fjallar um tækifæri tengd ferðamennsku og byggðaþróun. 

14.10 - 14.40 Rögnvaldur Ólafsson, fyrrv. forstöðumaður rannsóknarsetra HÍ, fjallar um tækifæri tengd náttúruminjum og lífríki. 

14.45 - 15.30 Pallborðsumræður. 
 
Fundarstjóri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Allir velkomnir.

Auglysing 1april 2014
Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!